· Má bjóða þér starf?
· Langar þér í gott starf?
· Viltu gera starfsumsókn sem tekið er eftir?
· Viltu fá starf þar sem þú nýtir þína styrkleika?·
Viltu vita að hverju atvinnuveitendur eru að leita að?
Ef þú svaraðir Já við einhverjum af þessum spurningunum þá er þetta vefnámskeið fyrir þig.
Núna er tíminn
Í kjölfar allra breytinganna sem hafa orðið í okkar samfélagi á þessu ári hefur aldrei verið betri tími til að læra nýjar stjórnunaraðferðir og endurskipuleggja vinnuferlin.
Um vefnámskeiðið
Þetta er hnitmiðað og praktíst sumarnámskeið og er tilvalið til að nýta við að undirbúa og skipuleggja starfsemi fyrir komandi vetur.
Vefnámskeiðið stendur yfir í 1 viku í 5 skipti í 1 – 2 tíma í senn (sjá dagsetningar í námskeiðslýsingu).
Á hverjum degi er unnið með tiltekið skref á vegferðinni að verða betri og sterkari stjórnandi.
Margrét heldur vefnámskeiðið kl. 15:00 á hverjum námskeiðsdegi og má gera ráð fyrir 1 til 1 og 1/2 klukkustund á dag. Gert er ráð fyrir að stjórnendur vinni með efnið á milli námskeiðsdaga.
Efnið er aðgengilegt í 2 vikur eftir að námskeiði lýkur.
Að vinna með Margréti hefur auðveldað mér starfið. Ég var vön að gera hlutina og þurfti að vasast í öllu en þegar ég varð stjórnandi þurfti ég að læra að þjálfa starfsfólk og gera það ábyrgara. Mín færni til að hvetja aðra hefur klárlega batnað. Ég hef breytt talsvert um stjórnunarstíl sem hefur reynst mér ákaflega vel.
- Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands


Um Margréti
Ég man ennþá hvar ég var þegar ég neyddist til að breyta mér í stjórnanda sem þorir og getur. Mér var falið að skera (hagræða) alla starfsemi niður án þess að viðskiptavinurinn myndi finna fyrir niðurskurðinum. Þetta var töff, ég reyndi samráð og kallaði eftir hugmyndum en á endanum var það mitt að leiða starfsemina í þessari hagræðingu. Ég þurfti að taka erfiðar ákvarðanir en á endanum tókst mér að halda liðsheildinni sterkri, koma starfseminni í gegnum erfiða tíma og í kjölfarið gjörbreyttist hugfar mitt til stjórnunar. Þetta var fyrir ellefu árum í síðustu kreppu árið 2009.
Nú er aftur kominn óvissutími sem umliggur allt okkar líf og þörfin fyrir sterka stjórnendur/ leiðtoga hefur aldrei verið meiri.
Ég hef reynslu af góðum árum og erfiðum niðurskurðarárum. Ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir og jafnvel ákvarðanir sem mig langaði ekki að taka. Ég hef oft verið í vafa um hvað gera skal og hef notið þeirra gæfu að treysta á innsæið og stuðst við stjórnunarfræðin. Ég hef mætt allskonar áskorunum sem stjórnandi, hef reynslu af því að leiða teymi, leysa erfið og flókin starfsmannamál, innleitt breytingar og stýrt stórum verkefnum.
Á námskeiðinu verður m.a farið í eftirfarandi:
1. Mánudagur 22. Júní kl. 15:00 - Stjórnandi sem þorir
Hvernig verður stjórnandi hugrakkari? Forystuhlutverkið skoðað og greint, kenndar aðferðir um hvernig stjórnandi breytir sér og tekur stjórnina.
2. Þriðjudagur 23. Júní kl. 15:00 - Deila út verkefnum til árangurs 6 skref
Hvernig á að útdeila verkefnum og búa til umhverfi og aðstæður þar sem starfsfólk getur gert sitt besta.
3. Miðvikudagur 24. Júní kl. 15:00 - Leiðir til að fá starfsfólk til að taka meiri ábyrgð á verkefnum.
Hvernig hægt er að fá starfsfólk til að standa skil á þeim verkefnum sem þeim eru falin. Aðferðir markþjálfunar kenndar til að hlúa að samskiptum.
4. Fimmtudagur 25. Júní kl. 15:00 - Samhljómur og samvinna
Hvernig virkja á samvinnu til árangurs þannig að til verði öflug liðsheild sem gengur í takt.
5. Föstudagur 26. júní kl. 10:00 - Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Hvernig hægt er að stjórna eigin vinnu.
Innifalið:
- Vinnubók.
- Spurningar og svör tekin fyrir á hverjum námskeiðsdegi.
- Góð ráð til að grípa í við útdeilingu á verkefnum
- Tveggja vikna aðgangur að námskeiðinu til upprifjunar.
Sumarið er tilvalinn tími til að ná sér í starfsmenntun og auka þekkingu.
Þetta námskeið verður á sérstöku sumartilboði næstu 10 daga eða kr. 39.000 venjulegt verð er kr. 49.000
Algengar spurningar og svör
Hvernær byrjar námskeiðið?
Námskeiðið byrjar 16 júní.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Fyrir alla stjórnendur sem vilja bæta eigin stjórnunarhæfni. Þetta námskeið er gott bæði fyrir reynda sem óreynda stjórnendur.
Hvernig fer námskeiðið fram?
Námskeiðið er vefnámskeið og er kennt í Zoom. Við sendum þér aðgang og það eina sem þú þarft að gera er að tengjast í gegnum þann aðgang.
Get ég lagt inn spurningar til Margrétar?
Margrét mun svara öllum spurningum og jafnvel aðrir stjórnendur sem taka þátt.
Hvað ef ég get ekki tekið þátt í námskeiðinu einhverja daga sem það stendur?
Námskeiðið er tekið upp þannig að þátttakendur hafa aðgang að því á þessari síðu til að horfa á þegar hentar hverjum og einum.
Hversu lengi hef ég aðgang að efninu?
Sumarnámskeiðið stendur yfir í eina viku og aðgangur að öllu námskeiðinu er í tvær vikur í viðbót. Ef fólk hefur misst úr eða vill rifja upp þá hefur það aðgang.